„Dimmur dagur fyrir England,“ segir í fyrirsögn á baksíðu Daily Mail sem er eitt stærsta blaðið í Bretlandi. Þýski þjálfarinn Thomas Tuchel er tekinn við enska landsliðinu í knattspyrnu.
Margir Englendingar eru á þeirri skoðun að erlendur þjálfari eigi ekki að koma nálægt þjálfun enskra landsliða.
Fyrirsagnir og texti Daily Mail fór þó miklu lengra en hjá öðrum miðlum þar í landi sem fjalla um málið í dag.
„Enska landsliðið veðjar á Þjóðverja, en hann hefur bara 18 mánuði til að sanna sig.“
„Landsliðsfótbolti á að vera það besta hjá okkur á móti því besta hjá þeim. Hvað segir þetta um menntun þjálfara á Englandi? Hversu niðurlægjandi og hrokafullt. Hefði Spánn eða Frakkland gert þetta?.“
Önnur ensk blöð fara öðruvísi að hlutnum og talar Metro um að enska landsliðið hafi ráðið sigurvegara til starfa.
Thomas Tuchel fær 5 milljónir punda fyrir árið sem þjálfari enska landsliðsins, hann mun formlega skrifa undir í vikunni.
Tuchel fær því 899 milljónir króna fyrir árið en þarf svo að greiða skatt af þeim tekjum.
Enska sambandið hefur skoðað kosti sína eftir að Gareth Southgate sagði upp störfum í sumar. Tuchel hefur mikið verið orðaður við Manchester United en nú stefnir í að hann taki við enska landsliðinu.
Tuchel hætti með FC Bayern í sumar og hefur síðan skoðað kosti sína, hann vildi aftur starfa á Englandi.
Tuchel gerði vel sem stjóri Chelsea þar sem hann vann meðal annars Meistaradeildina.
Fyrstu leikir Tuchel verða í nóvember þar sem hann mætir meðal annars Írlandi þar sem Heimir Hallgrímsson er þjálfari.