fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Margir hissa á forsíðu enskra blaða í dag – Talað um svartan dag í sögu þjóðarinnar

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 16. október 2024 09:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Dimmur dagur fyrir England,“ segir í fyrirsögn á baksíðu Daily Mail sem er eitt stærsta blaðið í Bretlandi. Þýski þjálfarinn Thomas Tuchel er tekinn við enska landsliðinu í knattspyrnu.

Margir Englendingar eru á þeirri skoðun að erlendur þjálfari eigi ekki að koma nálægt þjálfun enskra landsliða.

Fyrirsagnir og texti Daily Mail fór þó miklu lengra en hjá öðrum miðlum þar í landi sem fjalla um málið í dag.

„Enska landsliðið veðjar á Þjóðverja, en hann hefur bara 18 mánuði til að sanna sig.“

„Landsliðsfótbolti á að vera það besta hjá okkur á móti því besta hjá þeim. Hvað segir þetta um menntun þjálfara á Englandi? Hversu niðurlægjandi og hrokafullt. Hefði Spánn eða Frakkland gert þetta?.“

Önnur ensk blöð fara öðruvísi að hlutnum og talar Metro um að enska landsliðið hafi ráðið sigurvegara til starfa.

Thomas Tuchel fær 5 milljónir punda fyrir árið sem þjálfari enska landsliðsins, hann mun formlega skrifa undir í vikunni.

Tuchel fær því 899 milljónir króna fyrir árið en þarf svo að greiða skatt af þeim tekjum.

Enska sambandið hefur skoðað kosti sína eftir að Gareth Southgate sagði upp störfum í sumar. Tuchel hefur mikið verið orðaður við Manchester United en nú stefnir í að hann taki við enska landsliðinu.

Tuchel hætti með FC Bayern í sumar og hefur síðan skoðað kosti sína, hann vildi aftur starfa á Englandi.

Tuchel gerði vel sem stjóri Chelsea þar sem hann vann meðal annars Meistaradeildina.

Fyrstu leikir Tuchel verða í nóvember þar sem hann mætir meðal annars Írlandi þar sem Heimir Hallgrímsson er þjálfari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sigur á morgun myndi gulltryggja það að Víkingur myndi skrifa söguna

Sigur á morgun myndi gulltryggja það að Víkingur myndi skrifa söguna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United fer mikinn í viðtali – Segir eðlilegt að Palmer mæti á Old Trafford

Fyrrum leikmaður United fer mikinn í viðtali – Segir eðlilegt að Palmer mæti á Old Trafford
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvert hans nýja verkefni er

Ronaldo opinberar hvert hans nýja verkefni er
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Horfa til ensku úrvalsdeildarinnar í leit að arftaka Neuer

Horfa til ensku úrvalsdeildarinnar í leit að arftaka Neuer
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Útskýrir hvernig þessi ummæli Ferguson björguðu ferli hans

Útskýrir hvernig þessi ummæli Ferguson björguðu ferli hans
433Sport
Í gær

Meistararnir sýna ungstirni Real Madrid áhuga

Meistararnir sýna ungstirni Real Madrid áhuga
433Sport
Í gær

Antonio gæti fengið nýjan samning

Antonio gæti fengið nýjan samning