Annie Kilner eiginkona Kyle Walker fyrirliða Manchester City hefur farið fram á skilnað, hún hefur lagt fram pappírana með hjálp lögfræðinga.
Kilner fer fram á að fá helming af eignum Walker. Talið er að Walker eigi um 5 milljarða.
Kilner á erfitt með að fyrirgefa Walker eftir að hann barnaði hjákona sína í annað sinn.
Walker fékk ekki að búa heima hjá sér í átta mánuði en er mættur aftur heim en nú fara þau í sundur.
Kilner og Walker eiga fjögur börn saman en Walker hefur ítrekað haldið framhjá henni og á tvö börn með sömu konunni.
Kilner eignaðist þeirra fjórða barn fyrr á þessu ári í skugga þess sem gengið hefur á í einkalífinu.