fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Fylkir staðfestir ráðningu á Árna Guðna

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 16. október 2024 22:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild Fylkis hefur ráðið Árna Frey Guðnason sem þjálfara karlaliðs Fylkis til næstu þriggja ára. Árni Freyr, sem mun hefja störf í næsta mánuði, er Fylkisfólki vel kunnur eftir að hafa leikið með Fylkisliðinu við góðan orðstír keppnistímabilin 2012 og 2013. Alls lék Árni Freyr tæpa 100 leiki í tveimur efstu deildum knattspyrnunnar á Íslandi á sínum tíma og í þeim leikjum skoraði hann alls 38 mörk.

Árni sem er 38 ára gamall hefur undanfarin ár verið þjálfari meistaraflokks karla hjá ÍR og náð þar mjög eftirtektarverðum árangri. Haustið 2023 ávann ÍR sér keppnisrétt í Lengjudeildinni. ÍR liðið endaði í fimmta sæti Lengjudeildarinnar núna í sumar og ávann sér rétt til þátttöku í úrslitakeppni um laust sæti í Bestu deildinni þar sem liðið féll úr leik fyrir liði Keflavíkur. Áður en Árni tók að sér þjálfun hjá ÍR hafði hann um árabil verið yfirþjálfari yngri flokka hjá uppeldisfélagi sínu, FH.

Björn Viðar Ásbjörnssson, formaður meistarflokksráðs karla hjá Fylki: „Við bindum miklar væntingar til starfa Árna Freys fyrir Fylki. Það er engin launung að niðurstaða þess tímabils sem senn er lokið er okkur Fylkisfólki mikil vonbrigði en á sama tíma erum við staðráðin í að snúa bökum saman og byggja upp öflugt Fylkislið á þeim góða grunni sem er til staðar í Árbænum. Við munum draga lærdóm af því sem liðið er og horfum spennt til framtíðar“.

Árni Freyr Guðnason, nýráðinn þjálfari Fylkis: „Það er mikill heiður fyrir mig að snúa aftur til Fylkis og að fá nú tækifæri til að þjálfa Fylkisliðið. Mitt mat er að það sé mjög mikið spunnið í liðið og með vinnusemi og metnað að leiðarljósi er ég sannfærður um að við munum skila góðri frammistöðu í framtíðinni. Hér í Árbænum eru aðstæður til fyrirmyndar og ég hlakka til að hefja störf fyrir Fylki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur