Samkvæmt frétt Independent er Manchester United með opið samtal við Zinedine Zidane ef félagið ákveður að fara í breytingar.
Framtíð Erik ten Hag er áfram rædd þrátt fyrir að hann sé áfram við stýrið næstu daga og vikur.
Jean-Claude Blanc stjórnarformaður Ineos sem rekur United í dag er sagður eiga regluleg samskipti við Zidane og hans hugsun.
Zidane hefur ekki starfað í þrjú ár eftir að hann sagði upp störfum hjá Real Madrid og hefur ekki tekið starf síðan.
Thomas Tuchel var mikið orðaður við United en tók við enska landsliðinu, nú virðist Zidane vera mættur í umræðuna.
Segir í frétt Independent ætlar United að halda áfram að halda sambandi við Zidane til að vera með einhverja kosti ef Ten Hag verður rekinn.