Sir Alex Ferguson og aðrir stjórnarmenn Manchester United hafa fengið þau skilaboð um að mæta ekki inn í klefa eftir leiki á Old Trafford.
Stjórnarmenn United hafa frá því í tíð Sir Matt Busby verið velkomnir í klefann á Old Trafford eftir leiki.
Það verður ekki lengur því INEOS undir stjórn Sir Jim Ratcliffe hefur ákveðið að taka fyrir þetta.
Þetta kemur ofan í þær fréttir að United ákvað á dögunum að rifta samningi við Ferguson sem sendiherra. Sparar félagið þar með um 340 milljónir króna á ári.
Ratcliffe og hans fólk hefur verið að taka til undanfarið og farið í niðurskurð utan vallar en mörgum þykir furðulegt að láta Ferguson fara eftir hans starf fyrir félagið.