Alexander Isak framherji Newcastle hefur sýnt því lítinn áhuga að framlengja samning sinn við félagið og önnur félög fylgjast með.
Isak er 25 ára gamall sænskur framherji sem hefur staðið sig vel á Englandi.
Talksport segir að Arsenal fylgist með stöðu mála en vitað er að Mikel Arteta hefði áhuga á að sækja sér framherja.
Isak er stór og stæðilegur framherji sem er góður að klára færin sín, hann virðist hafa áhuga á að taka næsta skref á ferlinum.
Isak lék áður með Real Sociedad á Spáni en hann hefur sprungið út í enska boltanum.