Talið er að Jonny Evans verði notaður sem vinstri bakvörður hjá Manchester United um komandi helgi.
Noussair Mazraoui er frá eftir að hafa farið í aðgerð vegna hjartsláttartruflana. United mætir Brentford um helgina.
Diogo Dalot sem verið hefur vinstri bakvörður þarf því að leysa af hægra megin í fjarveru Mazraoui.
Luke Shaw og Tyrrel Malacia eru áfram meiddir og er því Evans sá kostur sem Erik ten Hag horfir til.
Lisandro Martinez og Matthijs De Ligt verða svo hafsentar en Harry Maguire er frá vegna meiðsla.