David De Gea er besti markvörður í stærstu deildum Evrópu þetta tímabilið ef horft er í einkunnir hjá vefsíðunni WhoScored.
WhoScored heldur utan um tölfræði allra leikmanna í stærstu deildum Evrópu og gefur þeim einkunn eftir hvern leik.
De Gea samdi við Fiorentina í sumar og hefur undanfarið byrjað leiki í marki liðsins.
De Gea varði tvær vítaspyrnur gegn AC Milan fyrir rúmri viku í 2-1 sigri sem kemur honum í toppsætið.
De Gea er með 7,61 í meðaleinkunn á þessu tímabli en hann hafði verið án félags í eitt ár. Samningur De Gea við Manchester United rann út sumarið 2023 en hann samdi svo við Fiorentina í ágúst.