Það ríkir óvissa um það hvort landsleikur Íslands og Tyrklands geti farið fram í kvöld vegna ástands Laugardalsvallar.
Gríðarlegt frost hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga og völlurinn fundið fyrir því.
Undir Laugardalsvelli er enginn hiti sem gerir verkið erfitt en á planinu er að rífa upp völlinn til að setja hita undir hann.
Samkvæmt þeim upplýsingum 433.is hefur fengið gæti svo farið að leiknum yrði frestað til morguns en einnig er á borðinu að honum yrði frestað fram í nóvember.
Fari svo að leiknum verði frestað um mánuð er ljóst að hann færi ekki fram á Íslandi, líklegra er að hann færi fram á Spáni.
Aðilar frá UEFA, KSí og sambandi Tyrklands munu í kringum hádegi funda á vellinum og fara yfir ástand hans. Þar sem ákvörðun um málið verður tekin.