Marc Cucurella segist hafa migið í sig á EM í sumar er Spánn spilaði við Þýskaland í 8-liða úrslitum á mótinu.
Þýskaland vildi fá víti í uppbótartíma er Jamal Musiala átti skot að marki sem fór í hönd Cucurella innan teigs.
Flestir bjuggust við að vítaspyrna yrði dæmd en Anthony Taylor sagði nei og breytti VAR ekki þeirri ákvörðun.
Bakvörðurinn var gríðarlega áhyggjufullur eftir atvikið og virðist gefa í skyn að hann hafi búist við að víti yrði dæmt.
,,Guð minn góður. Ég meig í mig. Ég horfði á dómarann og hann var ákveðinn í að þetta væri ekki víti,“ sagði Cucurella.
,,Ég sagði við sjálfan mig að slaka á en ég gat ekki gert það þar til leikurinn fór aftur af stað.“