Mohamed Salah má fara snemma heim til Liverpool og mun ekki spila með egypska landsliðinu gegn Mauritania á þriðjudag.
Þetta hefur yfirmaður knattspyrnumála í Egyptalandi, Hossam Hassan, staðfest en ástæðan er nokkuð skiljanleg.
Salah er 32 ára gamall í dag en hann er einn mikilvægasti ef ekki mikilvægasti leikmaður Liverpool sem á leik um næstu helgi gegn Chelsea.
Völlurinn í Mauritania gæti haft slæm áhrif á Salah en um er að ræða gervigras og segir Hassan að andstæðingar Egyptalands eigi það til að vera nokkuð ofbeldisfullir á velli.
Það er undir Salah komið hvort hann fari heim snemma eða ekki en Hassan segir einnig að hann muni ekki neyða neinn leikmann Egyptalands í að spila á gervigrasi.
Annar leikmaður Liverpool, Virgil van Dijk, er snúinn heim eftir að hafa fengið rautt spjald með Hollendingum gegn Ungverjalandi.
Liverpool er búið að kalla Salah til baka og verður hann til taks á æfingasvæðinu í næstu viku.