Andre Villas-Boas, forseti Porto, er virkilega ánægður með að félagið hafi tryggt sér Samu Omorodion í sumar.
Omorodion gekk í raðir Porti frá Atletico Madrid en hann var hársbreidd frá því að semja við Chelsea um tíma.
Framherjinn hefur byrjað mjög vel og hefur skorað sjö mörk í fyrstu sex leikjum sínum fyrir félagið.
Villas-Boas segir að félagaskiptin hafi komið öllum á óvart og skaut létt á blaðamanninn virta Fabrizio Romano sem virðist vita allt sem gengur á bakvið tjöldin.
,,Omorodion hefur byrjað virkilega vel. Þetta voru sérstök kaup fyrir okkur því við héldum þessu leyndu allt sumarið,“ sagði Villas-Boas.
,,Sem betur fer fyrir okkur þá komst Fabrizio Romano ekki að þessu annars hefði þetta aldrei orðið að veruleika!“
,,Við verðum að þakka Atletico fyrir þeirra vinnubrögð og virðingu í samningamálunum sem kláruðust á einni viku.“