fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Jóhann Berg lofsyngur Craig Bellamy sem mætir á Laugardalsvöll í kvöld – „Frábær manneskja“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 11. október 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliði íslenska landsliðsins lofsyngur Craig Bellamy þjálfara Wales en Ísland og Wales mætast í Þjóðadeildinni í kvöld.

Bellamy var aðstoðarþjálfari Burnley í tvö ár þar sem Jóhann Berg var leikmaður liðsins en þeir yfirgáfu báðir herbúðir Burnleu í sumar.

Jóhann hélt til Sádí Arabíu og Bellamy tók við liði Wales.

„Ég þekki hann mjög vel, frábær þjálfari og frábær manneskja. Við áttum góðan tíma sama, það er erfitt í landsliði að koma með þinn stíl. Ég veit hvernig hann vill spila, þetta snýst um okkur á morgun. Ég veit að hann vill spila góðan fótbolta, þetta er erfitt með aðeins nokkrar æfingar. Það mun taka tíma fyrir hann að fá sinn stíl í gegn,“ sagði Jóhann Berg á fréttamannafundi í gær.

Jóhann segist hafa rætt við samherja sína í landsliðinu um stílinn sem Bellamy vill nýta sér. „Við höfum rætt um þetta, hann hefur bara stýrt liðinu í tveimur leikjum. Hans fótbolti er ekki þarna, við verðum að vera klárir í það sem við fáum á morgun. Völlurinn á morgun verður erfiður, við höfum skoðað hvernig þeir vilja spila og við reynum að hafa okkar stíl á morgun þar sem við erum á heimavelli.“

„Hann hefur mikla ástríðu, hann var náinn okkur leikmönnum. Hann er frábær manneskja, hann hjálpaði okkur mikið. Hann var mikið í klefanum að reyna að rífa okkur upp þegar illa gekk, hann var góður með sóknarmennina á æfingasvæðinu. Ég get sagt margt jákvætt um hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur