Gylfi Þór Sigurðsson kom inná sem varamaður í kvöld er Ísland mætti Wales í Þjóðadeildinni.
Gylfi átti fína innkomu í 2-2 jafntefli en Ísland lenti 2-0 undir í viðureigninni en tókst að koma til baka á sterkan hátt í seinni hálfleik.
,,Miðað við hvernig fyrri hálfleikurinn þróaðist erum við sáttir með stig en ef við horfum á færin sem við fengum í seinni þá er svekkjandi að skora ekki fleiri mörk,“ sagði Gylfi.
,,Við vorum ekkert það slæmir varnarlega þó við höfum verið 2-0 undir, þetta var sama hlaupið og sama markið í bæði skiptin gegn góðum leikmönnum sem refsa.“
,,Ég æfði vel í vikunni og líður nokkuð vel. Þetta eru ekkert sérstakar ástæður til að koma inná í mínus tveimur fyrir bakið.“
,,Maður vill alltaf spila alla leiki en ég skil þetta svosem alveg, ég missti af tveimur leikjum og náði bara að æfa á föstudag og laugardag fyrir Breiðabliks leikinn.“