fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
433Sport

Ótrúlegur sólarhringur þegar fyrsta barn hans fæddist – Lest, einkaflugvél og spilaði leik

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 9. október 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jack Grealish leikmaður Mancehster City og unnusta hans Sasha Attwood eignuðust sitt fyrsta barn fyrir rúmri viku en sólarhringurinn var ansi eftirminnilegur fyrir Grealish.

Unnusta hans fór í sónar á föstudagsmorgni og skömmu síðar fór fæðingin af stað. Sasha var í London og þurfti Grealish að yfirgefa æfingu hjá City.

„Ég eignaðist litla stelpu á föstudeginum þarna, þetta var besta stund lífs míns,“ segir Grealish.

„Ég get ekki útskýrt þetta, ég hef upplifað margt gott í lífinu en þetta er það besta.“

„Þetta var ótrúlegur dagur, Saha fór í skoðun og þá kom í ljós að barnið myndi fæðast fyrir tímann. Ég varð því að fara af æfingu.“

Ferðalagið hófst svo hjá Grealish. „Ég tók lestina til London og þetta gerist síðdegis, ég var þar í þrjá klukkutíma og þá þurfti ég að taka flug til Newcastle,“ sagði Grealish en City átti leik á laugardeginum.

„Ég kom á miðnætti á hótelið og svo var leikur í hádeginu daginn eftir. Þetta voru ótrúlegur sólarhringur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja Greenwood í sumar

Gætu neyðst til að selja Greenwood í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þrír leikmenn óvænt mættir á æfingu hjá United í dag eftir meiðsli

Þrír leikmenn óvænt mættir á æfingu hjá United í dag eftir meiðsli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Verður formlega leikmaður Liverpool á næstu klukkustundum – Flaug í gegnum læknisskoðun

Verður formlega leikmaður Liverpool á næstu klukkustundum – Flaug í gegnum læknisskoðun
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Biluð tölfræði úr Garðabænum í gær – Víkingur hefði átt að ganga frá leiknum

Biluð tölfræði úr Garðabænum í gær – Víkingur hefði átt að ganga frá leiknum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

City hættir við Wirtz og núna beinast spjótin að Gibbs-White

City hættir við Wirtz og núna beinast spjótin að Gibbs-White
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Amorim ætlaði að gefast upp eftir nokkrar vikur með United – Segja frá því hvað gekk á

Amorim ætlaði að gefast upp eftir nokkrar vikur með United – Segja frá því hvað gekk á