Miðjumaðurinn Jón Breki Guðmundsson er að fara til reynslu hjá Ítalska Sería A liðinu Empoli en hann er leikmaður ÍA.
Jón Breki fæddur árið 2008 kom til ÍA í sumar frá KFA þar sem hann spilaði 25 meistaraflokksleiki. Jón Breki hefur spilað 3 landsleiki með U-17 ára landsliðinu, meðal annars leik á móti Ítalíu í sumar.
Hann hefur komið af krafti inn í yngri flokkana hjá okkur og skoraði meðal annars í úrslitaleik á móti Breiðablik er ÍA varð bikarmeistari í 2. flokk.
„Jón Breki er kröftugur miðjumaður, vel spilandi og tæknilega góður,“ segir á vef ÍA.