fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Hefði áhuga á að snúa aftur til United næsta sumar – Er mjög eftirsóttur og kemur frítt

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 8. október 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Angel Gomes miðjumaður Lille útilokar ekki að snúa aftur til Manchester United þegar samningur hans við Lille rennur út.

Gomes er mjög eftirsóttur en hann hefur unnið sér inn sæti í enska landsliðinu undanfarið og vakið athygli.

Gomes fór frá United fyrir fjórum árum og samdi við Lille en hann útilokar ekki endurkomu.

„Eftir að hafa farið frá Englandi veit ég að hamingjan er ekki bara í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Gomes.

„Ég hef alltaf stað í hjarta mínu fyrir United, það væri því mjög erfitt að segja nei við félagið mitt.“

Liverpool, Newcastle og fleiri lið hafa áhuga á Gomes sem ætlar sér að fara frítt frá Lille næsta sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina