Guardian segir að framtíð Erik ten Hag sé í lausu lofti og enginn ákvörðun hafi verið tekin um framtíð hans.
Stjórnendur United hafa fundað síðustu tvo daga en enginn niðurstaða hefur fengist í málið.
Háværar sögur hafa verið á kreiki um að Ten Hag yrði rekinn í vikunni.
Guardian segir slíka ákvörðun ekki liggja fyrir og óvíst sé hreinlega hvort Ten Hag missi starfið.
United hefur byrjað afar illa á tímabilinu en liðið er með átta stig eftir sjö umferðir í ensku deildinni. Er það versta byrjun í sögu félagsins í úrvalsdeildinni.
Ten Hag er á sínu þriðja tímabili með United en forráðamen félagsins hafa rætt stöðuna undanfarna daga.