fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
433Sport

Eiginkonurnar aftur á leið í dómsal – Takast á um hversu hár reikningurinn á að vera

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 7. október 2024 21:00

Coleen Rooney

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rebekah Vardy tapaði meiðyrðamáli sínu gegn Coleen Rooney í fyrra. Rebekah er eiginkona Jamie Vardy, leikmanns Leicester og Coleen er eiginkona Manchester United-goðsagnarinnar Wayne Rooney.

Málið heldur þó áfram þar sem deilt er um þann kostnað sem Vardy á að greiða Coleen fyrir málið.

Rebekah var dæmd til að greiða 142 milljónir í málskostnað fyrir Coleen sem hún sættir sig ekki við, hún telur að reikningurinn frá Coleen sé alltof hár.

Vardy mætir til leiks
Getty Images

Því fer málið fyrir dóm þar sem farið verður yfir gögning frá Coleen og hvort Rebekah eigi að borga alla þessa summu.

Fyrir þremur árum síðan taldi Coleen sig hafa komist að því að Rebekah væri að leka upplýsingum um sig og sína í enska götublaðið The Sun.

Coleen áttaði sig ekki á því hvers vegna svo mikið af fréttum af henni rataði í blaðið. Með nokkurs konar rannsókn komst hún að því að Rebekah væri að leka fréttunum og lét vita af því opinberlega.

Rebekah hefur ávalt neitað sök og höfðaði meiðyrðamál gegn Coleen sem hún tapaði og taldi dómari nokkuð öruggt að Rebekah hefði lekið öllu í blöðin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mamman pirruð á að enginn ræði neitt nema útlit dóttur sinnar

Mamman pirruð á að enginn ræði neitt nema útlit dóttur sinnar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tom Brady og félagar sparka 15 leikmönnum út – Willum og Alfons verða áfram

Tom Brady og félagar sparka 15 leikmönnum út – Willum og Alfons verða áfram
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Óveðurský yfir Akranesi – Velta því fyrir sér hvort Jón Þór þurfi að óttast um starf sitt

Óveðurský yfir Akranesi – Velta því fyrir sér hvort Jón Þór þurfi að óttast um starf sitt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Umboðsmaður Klopp slekkur í nýjustu kjaftasögunum

Umboðsmaður Klopp slekkur í nýjustu kjaftasögunum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fullyrt að fyrstu kaup United í sumar komi strax eftir helgi

Fullyrt að fyrstu kaup United í sumar komi strax eftir helgi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ten Hag eftirsóttur og stór klúbbur bætist í hópinn

Ten Hag eftirsóttur og stór klúbbur bætist í hópinn