fbpx
Mánudagur 27.október 2025
433Sport

Hareide með kenningu um af hverju þetta vandamál er til staðar á Íslandi

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 2. október 2024 13:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands telur að gervigrasvæðing á Íslandi og í fleiri löndum sé ástæða þess að ekki eru til jafn góðir varnarmenn og áður. Er þetta stærsti hausverkur Hareide þegar kemur að vali í landsliðið.

Á árum áður voru yfirleitt ansi margir varnarmenn sem voru til taks á meðan veikleikinn var í sóknarleiknum. Þetta er öfugt í dag.

Hareide sagðist hafa verið að ræða þetta við fólk undanfarið en þetta vandamál er víðar en á Íslandi.

„Það er sama vandamál í Svíþjóð og Noregi, þau eins og Ísland eru lönd sem nota mikið gervigras. Það er erfiðara að búa til varnarmenn á gervigrasi,“ sagði Hareide.

Hareide segir að það sé allt öðruvísi að verjast á gervigrasi, þetta verði til þess að varnarmenn frá þessu löndum lenda í vandræðum þegar keppt er á hinu stóra sviði þar sem allir leikir fara fram á náttúrulegu grasi.

„Það er öðruvísi að verjast á gervigrasi, ég hef séð leiki á Íslandi og þar er vandamálið það að varnarmenn loka ekki nógu vel á sóknarmenn. Þeir loka ekki á fyrirgjafir því þeir óttast að vera teknir á og vera skildir eftir.“

„Það er erfiðara að búa til góða varnarmenn á gervigrasi, það er pirrandi að gefa auðveld mörk. Ef við gefum mörk þá pirrar það mann, það skilur liðið eftir í vandræðum. Varnarleikur er svo mikilvægur í fótbolta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Slot viðurkennir að hann finni ekki svarið – Lið vita nú um veikleika þeirra

Slot viðurkennir að hann finni ekki svarið – Lið vita nú um veikleika þeirra
433Sport
Í gær

Veltu fyrir sér næstu skrefum Halldórs – „Ég held að það sé augljós kostur“

Veltu fyrir sér næstu skrefum Halldórs – „Ég held að það sé augljós kostur“
433Sport
Í gær

Biður hann um að hlusta ekki á allt og einbeita sér að því að spila betur

Biður hann um að hlusta ekki á allt og einbeita sér að því að spila betur
433Sport
Í gær

Var fyrir tíu árum sem Arteta taldi að þetta myndi skipta miklu máli – Arsenal bestir á Englandi í þessu í dag

Var fyrir tíu árum sem Arteta taldi að þetta myndi skipta miklu máli – Arsenal bestir á Englandi í þessu í dag
433Sport
Í gær

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu
433Sport
Í gær

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“