fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
433Sport

Undrabarnið vinsæla loksins að krota undir hjá Manchester United

Victor Pálsson
Sunnudaginn 29. september 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United er loksins að klára félagaskipti undrabarnsins Chido Obi-Martin en frá þessu greinir Fabrizio Romano.

Obi-Martin er gríðarlega efnilegur strákur en hann kemur til United frá Arsenal á frjálsri sölu.

United náði samkomulagi við leikmanninn í júlí en erfiðlega gekk að semja við Arsenal um uppeldisbætur og þess háttar.

Obi-Martin er 16 ára gamall en hann hefur leikið fyrir yngri landslið Englands og Danmerkur.

Obi-Martin mun spila með akademíu United til að byrja með en mun vonast til að fá tækifæri með aðalliðinu sem fyrst.

Stuðningsmenn Arsenal voru afskaplega óánægðir þegar greint var frá skiptunum til að byrja með en þeir voru flestir mjög spenntir fyrir leikmanninum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Biður hann um að hlusta ekki á allt og einbeita sér að því að spila betur

Biður hann um að hlusta ekki á allt og einbeita sér að því að spila betur
433Sport
Í gær

Var fyrir tíu árum sem Arteta taldi að þetta myndi skipta miklu máli – Arsenal bestir á Englandi í þessu í dag

Var fyrir tíu árum sem Arteta taldi að þetta myndi skipta miklu máli – Arsenal bestir á Englandi í þessu í dag