fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Umdeild ummæli fyrrum leikmanns vekja athygli – Hentar Chelsea betur en Haaland

Victor Pálsson
Sunnudaginn 29. september 2024 18:32

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nicolas Jackson hentar Chelsea betur en Erling Haaland ef þú spyrð fyrrum leikmann liðsins, Jimmy Floyd Hasselbaink sem starfar í dag sem sérfræðingur.

Haaland er einn allra besti ef ekki besti sóknarmaður heims og hefur raðað inn mörkum á þessu tímabili en hann er á mála hjá Manchester City.

Hasselbaink telur þó að leikstíll City hjálpi Haaland mikið og að hann myndi alls ekki gera eins góða hluti hjá Chelsea ef hann væri þar í dag.

,,Þú ert með Erling Haaland, þú ert með Alexander Isak og svo ertu með Nicolas Jackson,“ sagði Hasselbaink.

,,Ef þú setur Haaland í þetta Chelsea lið mun hann skora jafn mörg mörk og hann gerir hjá Manchester City? Ég held ekki.“

,,Hversu mörg mörk verða sköpuð fyrir Haaland þar sem hann getur potað boltanum inn?“

,,Ég elska Isak sem leikmann og hann er með allt sem bestu framherjarnir þurfa en myndi hann skora jafn mikið í City og Haaland? Ég held ekki.“

,,Við vitum að Haaland er sá besti í að klára færin en ekki sá besti í að skapa færin. Þetta eru allt frábærir leikmenn með mismunandi kosti.“

Hasselbaink hélt áfram og byrjaði að bera saman Haaland og Jackson og hafði þetta að segja:

,,Jackson og Haaland eru á svipuðum aldri. Munurinn er að Haaland er með meiri reynslu af því að mæta þeim bestu eins og í Meistaradeildinni. Hann hefur spilað á því stigi síðan hann vakti athygli með Salzburg.“

,,Það er það sem Jackson þarf að gera til að vera talinn einn besti framherji heims. Hann þarf að vera eitraður fyrir framan markið og skora mörk reglulega í besta gæðaflokki. Það er stór áskorun fyrir hann en hann getur komist þangað.“

,,Ef Jackson kemst á það stig sem hann getur komist á þá mun hann kosta 150 milljónir punda, ég er sannfærður um það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Iwobi orðaður við stórlið

Iwobi orðaður við stórlið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sannfærður eftir að hafa rætt við annan leikmann á Instagram

Sannfærður eftir að hafa rætt við annan leikmann á Instagram
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Henderson brast í grát þegar hann mætti fyrir utan Anfield til að votta Jota virðingu sína

Henderson brast í grát þegar hann mætti fyrir utan Anfield til að votta Jota virðingu sína