fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Segist hafa verið maður leiksins: Fékk pillu frá Slot – ,,Kannski gleymdi hann augnablikinu“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 29. september 2024 13:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ibrahima Konate var óanægður með að vera ekki valinn maður leiksins í gær eftir leik Wolves og Liverpool á Englandi.

Konate er varnarmaður Liverpool en hann átti ágætis leik í 2-1 sigri gestaliðsins á Molineaux vellinum.

Konate kostaði Liverpool þó mark í leiknum en Wolves skoraði eftir vandræðagang í öftustu línu gestanna.

Varnarmaðurinn ræddi við blaðamenn eftir leik og var hissa eftir að hafa frétt af því að hann hafi ekki verið valinn sá besti í viðureigninni.

Arne Slot, stjóri Liverpool, lét ansi skemmtileg ummæli falla eftir leikinn en hann segir að mark Wolves sé einfaldlega Konate að kenna.

,,Kannski gleymdi hann augnablikinu þegar við fengum markið á okkur,“ sagði Slot léttur við Sky Sports.

,,Hann er ástæðan fyrir því að við fengum á okkur mark sem við gátum komið í veg fyrir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Orri Steinn hetja Sociedad

Orri Steinn hetja Sociedad
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mourinho orðaður við endurkomu til Englands

Mourinho orðaður við endurkomu til Englands
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Virkilega ósáttur með fjölmiðlamenn: Ákváðu að blanda honum í málið – ,,Eitthvað sem ég sagði fyrir tíu árum“

Virkilega ósáttur með fjölmiðlamenn: Ákváðu að blanda honum í málið – ,,Eitthvað sem ég sagði fyrir tíu árum“
433Sport
Í gær

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Í gær

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“
433Sport
Í gær

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning