fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
433Sport

Risarnir mega ekki sýna þessi húðflúr stórstjörnunnar – Þurftu að breyta útliti hans

Victor Pálsson
Föstudaginn 27. september 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tölvuleikjaframleiðandinn EA Sports hefur neyðst til að fela húðflúr vængmannsins Jadon Sancho sem spilar með Chelsea.

Frá þessu er greint í dag en Sancho er með mörg húðflúr á sínum líkama og hefur unnið að því listaverki í langan tíma.

EA Sports FC 25 verður gefinn út á næstunni en þónokkrir spilarar eru nú þegar byrjaðir að spila eftir að hafa keypt svokallaða ‘Ultimate’ tegund af leiknum.

EA Sports sýnir yfirleitt öll húðflúr stærstu leikmanna heims í góðum gæðum en hægri hönd Sancho mun líta öðruvísi út í leiknum.

Ástæðan er sú að Sancho er með myndir af karakterum eins og Homer Simpson, Sonic og Spider-Man á hægri handleggnum.

EA Sports er ekki með réttinn til að birta myndir af þessum karakterum og þurfa því að breyta útliti Sancho í tölvuleiknum vinsæla.

Englendingurinn gekk í raðir Chelsea í sumar frá Manchester United og hefur farið vel af stað með sínu nýja félagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Barcelona leiðir kapphlaupið um táning en fær samkeppni frá Englandi

Barcelona leiðir kapphlaupið um táning en fær samkeppni frá Englandi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valur staðfestir að Túfa sé hættur sem þjálfari liðsins – Haukur Páll og Kjartan hætta einnig

Valur staðfestir að Túfa sé hættur sem þjálfari liðsins – Haukur Páll og Kjartan hætta einnig
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Rekinn eftir dapurt gengi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þungt högg fyrir De Bruyne og Napoli

Þungt högg fyrir De Bruyne og Napoli
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fær traustið áfram þrátt fyrir hörmulega byrjun

Fær traustið áfram þrátt fyrir hörmulega byrjun