fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Aldrei séð annað eins á 24 ára starfsferli: Sakar kollega sinn um vanvirðingu – ,,Galið að bíða í 75 mínútur“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 26. september 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho var bálreiður eftir leik Galatasaray og Fenerbahce sem fór fram í tyrknensku úrvalsdeildinni um helgina.

Fenerbahce tók á móti Galatasaray í efstu deild en Mourinho er stjóri þess fyrrnefnda og töpuðu hans menn, 3-1.

Stjóri Galatasaray lét bíða eftir sér í yfir klukkutíma áður en hann ákvað að mæta á blaðamannafund eftir lokaflautið.

Það fór virkilega í taugarnar á Mourinho sem segist aldrei hafa lent í öðru eins á sínum ferli.

,,Á 24 árum starfandi í fótbolta þá hef ég aldrei sloppið við blaðamannafund og hvað þá eftir tapleik,“ sagði Mourinho.

,,Ég hef aldrei óttast blaðamenn, spurningar eða blaðamannafundi.“

,,Það er galið að bíða í 75 mínútur eftir því að hefja blaðamannafund. Leikurinn er löngu búinn, ég óskaði andstæðingnum til hamingju og svo beið ég í 70 mínútur.“

,,Mér var ekki hleypt inn, ég var við dyrnar og reyndi að komast inn en það var víst bannað. Því miður þá er þetta vanvirðing í minn garð. Ef einhver á að finna fyrir vanvirðingu þá er það ég.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Howe virðist staðfesta brottför Isak

Howe virðist staðfesta brottför Isak
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vildi ekki kveðja en var neyddur af liðsfélögunum – Sjáðu fallegt augnablik

Vildi ekki kveðja en var neyddur af liðsfélögunum – Sjáðu fallegt augnablik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Gyokores með tvennu í stórsigri

England: Gyokores með tvennu í stórsigri
433Sport
Í gær

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Í gær

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“