fbpx
Laugardagur 25.október 2025
433Sport

Ýjar að því að það sé rotta sem lekur út öllu sem gerist í Úlfarsárdal

433
Miðvikudaginn 25. september 2024 12:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rætt var um málefni Fram í hlaðvarpi Fótbolta.net sem kom út í gær og fór umræðan út í það að ræða framtíð Rúnars Kristinssonar sem hefur verið orðaður við þjálfarastarfið hjá VAl.

Rúnar er á sínu fyrsta ári með Fram en forráðamenn Vals og Fram hafa sagt þessar sögur á sandi byggðar, ekkert sé til í þeim.

Elvar Geir Magnússon ritstjóri Fótbolta.net segir leiðinlegar sögur oftar koma frá Fram en öðrum félögum. „Mér finnst eins og neikvæðar slúðursögur séu algengari en hjá öðrum félögum, alltaf að heyra að það séu vandræði með að borga laun,“ sagði Elvar Geir.

Elvar Geir segir að ef sagan um vandræði með laun og að greiða þau hjálp ekki Rúnari Kristinssyni í hans starfi hjá Fram. „Það gerir starf hans erfiðara ef þeir eru í vandræðum með að borga laun.“

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson tók þá til máls. „Einn ákveðinn maður á bak við tjöldin sem er að segja frá þessu, ég veit ekki hver það er en hef heyrt hver það er,“ sagði Guðmundur og ýjaði að því að það væri maður í herbúðum Fram sem væri að leka þessum sögum út um allt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fann að margt hafði breyst á níu árum – Eiður Smári sannfærði hann en var farinn skömmu síðar

Fann að margt hafði breyst á níu árum – Eiður Smári sannfærði hann en var farinn skömmu síðar
433Sport
Í gær

Þetta hafa veðbankar að segja um fallbaráttuna – Bjartsýni fyrir hönd KR en Mosfellingar þurfa kraftaverk

Þetta hafa veðbankar að segja um fallbaráttuna – Bjartsýni fyrir hönd KR en Mosfellingar þurfa kraftaverk
433Sport
Í gær

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara
433Sport
Í gær

Enginn óvissa lengur á Akranesi – Lárus Orri gerir nýjan samning

Enginn óvissa lengur á Akranesi – Lárus Orri gerir nýjan samning