fbpx
Laugardagur 25.október 2025
433Sport

Segir Reykjavíkurborg að skammast sín – „Það er ennþá bara þessi heróín róluvöllur“

433
Miðvikudaginn 25. september 2024 18:30

Leikvöllurinn sem rætt er um.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR-ingar bíða og vona að Reykjavíkurborg hefji framkvæmdir á svæði félagsins nú í haust og að gervigras verði lagt á aðalvöll félagsins. Aðstaðan sem KR hefur í dag er ekki merkileg.

Æfingavöllur liðsins sem er með gervigrasi er ónothæfur, grasið sem var lagt í fyrra er ónýtt.

Þá er grassvæði félagsins illa farið og líklega getur KR ekki klárað tímabilið á heimavelli í Bestu deild karla. „Ég labbaði inn á völlinn eftir leikinn og hann er bara búin að ljúka keppni, hann er ekkert eðlilega lélegur,“ sagði Elvar Geir Magnússon ritstjóri Fótbolta.net í hlaðvarpi miðilsins.

Elvar segir það sorglegt hvernig yfirvöld og Reykjavíkurborg hafa leyft svæðinu að verða verra með hverju árinu en Reykjavíkurborg á mannvirkið.

„Ég hef sagt það áður, bæði borg og stjórnvöld. Sigursælasta félag landsins og aðstaða þeirra er bara látin drabbast niður, í hvaða öðru landi myndi þetta gerast?.“

Hann segir alla umhirðu í kringum völlinn vonda og bendir á dæmi. „Ég fór á Meistaravelli um daginn á trépallinn sem er fjær, það er ennþá bara þessi heróín róluvöllur. Allur út í arfi og sprautum, þetta er rosalegt.“

„Þetta er hálf sorglegt,“ segir Elvar.

Guðmundur Aðalsteinn sem var með Elvari í hlaðvarpinu skellir skuldinni á Reykjavíkurborg. „Reykjavíkurborg og þau sem koma að þessu þurfa að skammast sín.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fann að margt hafði breyst á níu árum – Eiður Smári sannfærði hann en var farinn skömmu síðar

Fann að margt hafði breyst á níu árum – Eiður Smári sannfærði hann en var farinn skömmu síðar
433Sport
Í gær

Þetta hafa veðbankar að segja um fallbaráttuna – Bjartsýni fyrir hönd KR en Mosfellingar þurfa kraftaverk

Þetta hafa veðbankar að segja um fallbaráttuna – Bjartsýni fyrir hönd KR en Mosfellingar þurfa kraftaverk
433Sport
Í gær

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara
433Sport
Í gær

Enginn óvissa lengur á Akranesi – Lárus Orri gerir nýjan samning

Enginn óvissa lengur á Akranesi – Lárus Orri gerir nýjan samning