fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Atli bjargaði stigi fyrir HK eftir heimskupör Atla Hrafns

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 25. september 2024 18:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Arnarson bjargaði stigi fyrir HK í dramatískum leik á Akureyri nú rétt í þessu í neðri hluta Bestu deildarinnar.

Dagur Ingi Valsson kom KA yfir í leiknum en Dagur Örn Fjelsted jafnaði eftir hálftíma leik.

Arnþór Ari Atlason kom HK svo í 1-2 þegar fyrri hálfleikur var nánast á enda. En Atli Hrafn Andrason miðjumaður HK lét reka sig af velli í uppbótartíma fyrri hálfleik.

Heimskulegt brot hjá Atla þar á ferðinni.

Mikael Breki Þórðarson jafnaði fyrir KA eftir átta mínútur í síðari hálfleik og Ásgeir Sigurgeirsson kom KA yfir eftir 69 mínútur.

Það var svo Atli Arnarson jafnaði leikinn fyrir HK á 91 mínútu og tryggði mikilvægt stig. HK er með 21 stig í ellefta sæti deildarinnar og tveimur stigum á undan Vestra sem liðið mætir í næsta leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

England: Everton í engum vandræðum í lokaleiknum á Goodison

England: Everton í engum vandræðum í lokaleiknum á Goodison
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svipbrigði moldríka mannsins vekja mikla athygli: Hefur tapað mörgum milljörðum á stuttum tíma – Sjáðu myndirnar

Svipbrigði moldríka mannsins vekja mikla athygli: Hefur tapað mörgum milljörðum á stuttum tíma – Sjáðu myndirnar
433Sport
Í gær

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur
433Sport
Í gær

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“