Trent Alexander-Arnold segir að hann horfi mest í það að vinna titla nú þegar hann tekur ákvörðun um framtíð sína.
Trent verður samningslaus næsta sumar og er óvíst hvort hann geri nýjan samning við félagið.
„Ég hef alltaf sagt það að draumur minn er að vera fyrirliði Liverpool, það er markmiðið mitt en hvort það gerist er ekki í mínum höndum,“ segir Trent.
Þegar pressað var á Trent hvað hann væri að hugsa. „Ég vil vera leikmaður Liverpool á þessu tímabili að minnsta kosti, það er það sem ég get sagt.“
Ummælin vekja nokkra athygli en Trent er meðal annars orðaður við Real Madrid.
„Það mikilvægasta fyrir mig er að vinna titla, ég vil vinna eitthvað. Við vorum nálægt því að vinna bikar á síðsutu leiktíð, við vorum í séns á fernunni.“