fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Aron ræðir vinn sinn Björn Daníel – „Á samt að vera búinn að skora svona 12 mörk“

433
Sunnudaginn 22. september 2024 12:00

Björn Daníel © 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Pálmarsson, einn fremsti handboltamaður Íslandssögunnar, var gestur þeirra Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni á 433.is.

Aron, sem er stærsta stjarna FH í handboltanum, er dyggur stuðningsmaður fótboltaliðsins einnig.

„Ég er eiginlega bara stuðningsmaður númer eitt. Ég fer eiginlega á alla leiki og hef miklar skoðanir á þessu. Ég er mikið upp í Krika að tala við Heimi (Guðjónsson þjálfara) og þá, ekki það að þeir hlusti eitthvað mikið á mig,“ sagði Aron léttur.

Hann er ánægður með uppgang FH undanfarin tvö ár undir stjórn Heimis.

„Lykilatriði í þessu var að ráða Heimi. Það var búin að vera smá óreiða í þjálfaramálum. Mér finnst við ekkert vera með betra lið í ár og í fyrra en 2020 liðið. En Heimir er bara búinn að búa til þessa liðsheild, setja ungu strákana í stærri hlutverk og auðvitað fá FH-ingana, Bödda og Flóka aftur heim.“

video
play-sharp-fill

Aron viðurkennir að þó gaman sé að uppgangi FH í dag vilji hann sjá liðið í fremsta flokki á ný.

„Það er bara ömurlegt (að liðið sé ekki enn á þeim stað). Ég var enn að segja við menn að við yrðum meistarar fyrir þremur árum. Maður er bara þar, ég elst upp við þetta. Auðvitað er pínu spes að vera að fara inn í leiki sem „underdog“ en við erum að reyna að ná þessu til baka sem við höfðum.“

Góður vinur Arons, Björn Daníel Sverrisson, spilar með fótboltaliðinu. Sá síðarnefndi er að eiga frábært tímabil í Bestu deildinni.

„Hann á samt að vera búinn að skora svona 12 mörk. Nei, nei, hann er búinn að vera frábær. Þetta er langbesta tímabilið hans síðan hann kom heim. Mér finnst hann vera í betra formi, hugarfarið líka og það vita allir hvaða gæði hann er með,“ sagði Aron.

„Ég vil helst ekki hafa hann í tíunni eins og flestir, mér finnst hann ekki fá boltann nógu mikið þar. Og treystu mér, ég er búinn að láta Heimi vita af því.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“
Hide picture