fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Baunar hressilega á mömmuna umdeildu – Hefur hún neikvæð áhrif á stjörnuna?

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 19. september 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ómögulegt að vinna með móður franska landsliðsmannsins Adrien Rabiot að sögn umboðsmannsins Bruno Satin.

Móðir Rabiot hefur margoft komist í fréttirnar en hún vill ráða flest öllu á bakvið tjöldin og þykir vera ansi frek í viðræðum.

Rabiot samdi við Marseille í Frakklandi nýlega en hann kom til félagsins á frjálsri sölu eftir dvöl hjá Juventus.

Að sögn Satin ætti Rabiot að spila fyrir miklu stærra lið í dag en móðir hans er víst vanhæf í starfi og heimtar óraunhæfa hluti í viðræðum.

,,Þetta tengist bara vanhæfni þeirra sem komu honum á þennan áfangastað. Hann fær ráð frá móður sinni og þetta er sönnun fyrir því að það er best að fá ráð frá sérfræðingum. Ef það væri staðan þá væri hann í topp tíu liði í dag,“ sagði Satin.

,,Það fyrsta sem skiptir máli er að fá hans skoðun og hvað hann vill gera. Það væri hins vegar betra að gera það í maí frekar en í lok ágúst.“

,,Stjórnarformaður Atletico Madrid ræddi við mig í júlí og sagði: ‘Ég ræddi tvisvar við móður hans og hætti við strax því hún vildi ráða öllu um hvar sonur hennar myndi spila.’

Veronique er nafn móður Rabiot og var hún ástæðan fyrir því að leikmaðurinn gekk ekki í raðir Manchester United á sínum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fjöldi aðila var 30 sekúndum frá dauðanum þegar hreyfill sprakk í loft upp – „„Þegar tíminn þinn rennur út, þá er það bara búið“

Fjöldi aðila var 30 sekúndum frá dauðanum þegar hreyfill sprakk í loft upp – „„Þegar tíminn þinn rennur út, þá er það bara búið“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Miklar breytingar í gangi á Old Trafford – Tæplega 14 þúsund geta nú staðið á leikjum

Miklar breytingar í gangi á Old Trafford – Tæplega 14 þúsund geta nú staðið á leikjum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hafður að háð og spotti eftir misheppnaða hárígræðslu – „Eins og það hefði verið teiknað í Microsoft Paint“

Hafður að háð og spotti eftir misheppnaða hárígræðslu – „Eins og það hefði verið teiknað í Microsoft Paint“
433Sport
Í gær

Velta því upp hvort United og Real Madrid skiptist á leikmönnum í janúar

Velta því upp hvort United og Real Madrid skiptist á leikmönnum í janúar
433Sport
Í gær

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni