Jack Badger knattspyrnumaður á Bretlandi lést í vikunni, hann var aðeins 24 ára gamall.
Andlátið er sagt hafa verið skyndilegt en krufning hefur ekki farið fram á Badget.
Badger lék með Abingdon United í utandeildinni. „Við erum í áfalli vegna andláts Badger,“ segir í yfirlýsingu félagsins.
Badger var mikill knattspyrnuáhugamaður og studdi Oxford United sem sendir samúðarkveðjur.
„Allir eru í áfall að stuðningsmaður okkar Jack Badger sé fallinn frá. Við sendum samúðarkveðjur til fjölskyldu Jack og vina hans á þessum erfiðu tímum.“