Þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára gamall hefur Endrick leikmaður Real Madrid gift sig. Hann gekk í raðir Real Madrid í sumar.
Endrick og Gabriely Miranda byrjuðu saman fyrir minna en ári síðan en hún er fimm árum eldri en hann.
Erlendir miðlar segja nú frá reglum sem parið hefur sett sér í sambandi sínu sem vekja margar hverja talsverða athygli.
Reglurnar í sambandi þeirra
Þau verða að segja „Ég elska þig“ í hvert skipti sem þau hittast
Bannað er að verða fíkill og breyta um hegðun
Endrick má ekki setja ummæli á Instagram hjá öðrum konum
Endrick má ekki eiga kærustu í tölvuleikjum eins og Grand Theft Auto
Endrick má fara út með vinum sínum en hún þarf að samþykja fólkið sem fer með
„Það er ekki séns að ég leyfi kærustu í tölvuleikjum,“ sagði Gabriely við fjölmiðla í Brasilíu þegar hún var spruð út í málið.
Endrick hefur sjálfur rætt þetta og segir refsingu ef þau brjóta reglurnar. „Sá sem fer ekki eftir þessum reglum þarf að borga fyrir það í lok mánaðar og gefa hinum aðilanum það sem hann vill. Ég bað um Apple heyrnatól einu sinni og fékk þau,“ sagði kappinn.
Endrick er vonarstjarna Brasilíu í fótboltanum en hann hefur verið mikið efni í mörg ár.
Hann reynir nú fyrir sér hjá einu stærsta félagi í heimi með ástina sér við hlið.