Jesse Lingard hefur beðist afsökunar á því að hafa brotið reglur um rafhlaupahjól í Suður-Kóreu í vikunni. Hann vissi ekki af þeim. Lingard birti myndband af sér á Snapchat sem hann eyddi síðar, þar keyrði hann um á rafhlaupahjóli.
Lingard er ekki með réttindi til að aka slíku tæki í miðborg Seoul og var heldur ekki með öryggisbúnað. Reglur í Suður-Kóreu kveða á um að nota skuli hjálm á rafhlaupahjóli og ætlar lögreglan að skoða málið.
Lingard hefur spilað í Suður-Kóreu síðasta árið en lögreglan ætlar að kafa ofan í þetta mál.
„Ég fór á hjólið og keyrði um í nokkrar mínútur, ég vissi ekki af þessum reglum um hjálm og að ég yrði að vera með réttindi,“ sagði Lingard í færslu á Instagram.
„Á Englandi og í Evrópu getur þú bara tekið hjólið og keyrt á því. Ég vissi þetta ekki og biðst afsökunar.“