David Beckham var kynntur til leiks hjá CBS sem sérfræðingur hjá stöðinni í Meistaradeild Evrópu í vetur.
Beckham á að koma að umfjöllun í Bandaríkjunum um þessa stærstu keppni í Evrópu.
Hann var spurður að því hvort hann væri ekki pínulítið sár yfir þessari staðreynd. „Sárnar þér að Manchester United er ekki hérna?,“ sagði Kate Abdo sem stýrir þættinum.
United mistókst að krækja sér í sæti í deild þeirra bestu.
„Það er svolítið sárt að sjá ekki United hérna, en liðið er að ganga í gegnum eitthvað. Við erum of stór til að vera ekki hérna,“ sagði Beckham.
„Það er að koma sá tímapunktur að við verðum að vera hérna.“