fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Ekkert til í kjaftasögunum um Grindavík – „Við verðum með betra lið á næstu ári, það er enginn uppgjöf hérna“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 16. september 2024 09:25

Haukur Guðberg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjaftasögur um að Grindavík sé að skoða það að leggja niður fótboltaliðið sitt eru úr lausu lofti gripnar. Félagið ætlar sér að bæta í, þetta segir Haukur Guðberg Einarsson formaður knattspyrnudeildar í samtali við 433.is.

Grindavík ætlar á næsta ári að vera áfram með meistaraflokk karla og kvenna auk þess sem félagið mun halda úti 2. flokki. Árið hefur reynst Grindvíkingum erfitt sem þurftu að yfirgefa bæinn sinn fyrir um ári síðan.

Félaginu tókst að halda úti starfi sínu og var með aðstöðu í Safamýri í ár, líklegt er að félagið færi sig um set í vetur og finni sér nýtt tímabundið heimili.

„Eina sem ég get sagt er að við verðum með aðeins betra lið á næstu ári, það er enginn uppgjöf hérna,“ segir Haukur Guðberg Einarsson í samtali við 433.is en bæði karla og kvennalið félagsins héldu sætum sínum í Lengjudeildinni  í sumar.

Hann segir unnið að því að finna félaginu samastað fyrir næstu leiktíð. „Að öllum líkindum verðum við ekki í Safamýrinni, við erum að vinna í öðru. Við verðum með karla og kvennalið og 2. flokk.“

Haukur segir það á sinni ábyrgð að halda starfinu úti á meðan ekki er hægt að vera í Grindavík, það sé svo á hans ábyrgð að koma félaginu á endanum aftur heim þegar náttúruöflin á Suðurnesjum leyfa það.

„Við erum komnir fram úr Vestmannaeyjum, við erum að skrifa nýja sögu í íslenskri knattspyrnu. Það er mín ábyrgð sem formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, að koma þeim í var og koma þeim heim aftur. Það er eina stefnan mín, hún hefur ekki breyst,“ segir Haukur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“