fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Steinhissa eftir þessi ummæli þjálfarans: Sagðist hafa keypt rangan leikmann – ,,Mun aldrei gleyma þessu“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 15. september 2024 14:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jude Bellingham mun aldrei gleyma því sem Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, sagði við hann eftir leik Sunderland og Rotherham í næst efstu deild Englands í ágúst í fyrra.

Bellingham var þá búinn að ná samkomulagi við Real en bróðir hans, Jobe, lék með Sunderland og skoraði tvennu gegn Rotherham.

Jude hafði áhyggjur um stutta stund eftir ummæli Ancelotti sem sagði að Real hefði keypt rangan Bellingham, að Jobe væri demanturinn sem félagið væri á eftir.

Ítalinn geðþekki var þó aðeins að grínast í Jude sem stóð sig svo frábærlega á sínu fyrsta tímabili á Spáni.

,,Ég var steinhissa eftir að hann skoraði tvennuna en ég mun aldrei gleyma því sem ég heyrði eftir leik,“ sagði Bellingham.

,,Ancelotti gekk upp að mér og sagði einfaldlega: ‘Andskotinn, við höfum keypt rangan leikmann.’

,,Ég sagði að hann væri að grínast og hann svaraði: ‘Nei í alvöru, ég ætla að fá hann hingað.’ Ég spurði þá hvar hann ætlaði að spila honum og svarið var: ‘Þar sem þú spilar!’

,,Hann brosti svo til mín og ég hugsaði með mér að þetta væri í lagi, engin pressa á mér í dag!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nýta sér ákvæði í samningi Hallgríms og framlengja hann um eitt ár

Nýta sér ákvæði í samningi Hallgríms og framlengja hann um eitt ár
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Real Madrid vill kaupa enska landsliðsmanninn – Þurfa að selja Rodrygo til að fjármagna það

Real Madrid vill kaupa enska landsliðsmanninn – Þurfa að selja Rodrygo til að fjármagna það
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tilbúnir að setja klásúlu um að þeir verði að kaupa Hojlund

Tilbúnir að setja klásúlu um að þeir verði að kaupa Hojlund