fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Fyrrum stórstjarna skráir sig á OnlyFans: Útilokar ekki að Ronaldo geri það sama – ,,Þeir eru efins því það er mikið klámfengið efni í boði“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 11. september 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gæti komið mörgum á óvart að heyra af því að fyrrum brasilíski landsliðsmaðurinn Douglas Costa er búinn að skrá sig á OnlyFans.

OnlyFans er ansi vinsæll miðill en er má nálgast alls konar efni en mikið af því efni er klámfengið.

Costa skráði sig ekki á síðuna til að birta slíkt efni en hann vill halda sambandi við sína aðdáendur eftir að hafa flutt til Ástralíu.

Costa er 33 áras gamall í dag og leikur með Sidney FC en er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Shakhtar, Bayern Munchen og Juventus.

,,Ég hef tekið eftir því á síðustu árum að stórir prófílar hafa verið að búa til aðgang á miðlinum,“ sagði Costa sem lék 31 landsleik fyrir Brasilíu.

,,Það er ekki bara klámfengið efni á síðunni, íþróttamenn eða annað fólk hefur skráð sig og er að sýna frá sínu einkalífi. Ég sá gott tækifæri til þess að sýna frá mínu lífi og hvað ég geri á bakvið tjöldin.“

Costa var svo spurður að því hvort Cristiano Ronaldo myndi mögulega gera það sama í framtíðinni en hann hefur stofnað YouTube aðgang ásamt fjölskyldu sinni.

,,Aldrei segja aldrei en ég held að það sé ekki eitthvað sem hann hefur áhuga á. Hann er kominn á YouTube og það var stórt skref að taka.“

,,Ég hef heyrt frá öðrum félögum mínum að þeir séu áhugasamir en eru efins þar sem mikið klámfengið efni er í boði á síðunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar
433Sport
Í gær

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður