fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Vill ekki skrá Neymar í leikmannahópinn

Victor Pálsson
Laugardaginn 7. september 2024 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jorge Jesus, þjálfari Al-Hilal í Sádi Arabíu, vill ekki skrá stórstjörnu liðsins, Neymar, í hópinn fyrir komandi verkefni.

Ástæðan er nokkuð einföld en Neymar er að jafna sig af meiðslum og mun líklega ekki snúa aftur á völlinn þar til í nóvember.

Al-Hilal getur næst skráð hóp sinn í janúar en eftir desember þá fer deildin í Sádi Arabíu í vetrarfrí.

Neymar gæti spilað um þrjá leiki ef hann er skráður í hópinn núna en Jesus vill frekar treysta á Renan Lodi og skoða svo stöðuna í janúar.

Al-Hilal getur aðeins skráð átta útlendinga í leikmannahópinn og er Jesus á því máli að það væri sóun að velja stórstjörnuna að þessu sinni.

Neymar er stærsta nafn Al-Hilal en hann hefur nánast ekkert spilað eftir komu þangað eftir að hafa slitið krossband.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rooney með ráð til Arne Slot – Ráðleggur honum að bekkja þennan leikmann

Rooney með ráð til Arne Slot – Ráðleggur honum að bekkja þennan leikmann
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjö sem gætu tekið við starfi Ólafs Inga í Laugardalnum – Verður Eiður Smári á blaði?

Sjö sem gætu tekið við starfi Ólafs Inga í Laugardalnum – Verður Eiður Smári á blaði?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn