

Manchester City ætlar að blanda sér í baráttuna um varnarmanninn öfluga Marc Guehi en frá þessu er greint í dag.
Newcastle reyndi að fá Guehi í sínar raðir í sumarglugganum en Palace hafnaði alls fjórum tilboðum félagsins.
Samningur Guehi við Palace rennur út 2026 og hefur hann engan áhuga á að skrifa undir framlengingu.
Um er að ræða 24 ára gamlan leikmann sem spilaði með enska landsliðinu á EM í sumar er liðið komst í úrslit.
City gæti reynt að fá Guehi í sínar raðir á næsta ári eða þá fengið hann frítt ári seinna.