

Ofurtölvan fræga spáir því að Chelsea muni vinna titil á þessu tímabili – eitthvað sem fáir eru að búast við.
Ofurtölvan hefur spáð í spilin í gegnum árin en hún vill meina að Chelsea fagni sigri í Sambandsdeildinni þetta árið.
Þar mun Chelsea spila gegn Fiorentina í úrslitaleik og mun honum ljúka með sigri þeirra ensku í vítakeppni.
Leikurinn verður heldur betur spennandi en samkvæmt tölvunni þá mun honum ljúka með 3-3 jafntefli áður en vítakeppnin fer af stað.
Chelsea yrði þá fyrsta lið sögunnar til að vinna allar Evrópukeppnirnar eða Meistaradeildina, Evrópudeildina, Ofurbikarinn og Sambandsdeildina.