

„Fuck off,“ skrifaði einn samherji Erling Haaland framherja Manchester City á boltann hans um helgina eftir enn eina þrennuna hjá þeim norska.
Haaland skoraði þrennu í 3-1 sigri á West Ham um helgina og eins og venjan er fékk hann að eiga boltann eftir leik.
Þetta var ellefta þrenna Haaland fyrir City á rúmum tveimur árum og leikmenn City orðnir þreyttir á að skrifa á boltann.
„Ég er orðinn dauðþreyttur á að skrifa á þessa bolta,“ skrifaði annar á boltann en þetta var önnur þrenna City í röð.
Framherjinn hefur skorað sjö mörk í fyrstu þremur leikjum deildarinnar og fer sá norski af stað með látum.