

Brad Young 21 árs framherji og fyrrum leikmaður Aston Villa hefur samið við Al-Orobah í Sádí Arabíu.
Hjá Al-Orobah eru Jóhann Berg Guðmundsson en einnig Kurt Zouma og Jean Michael Seri.
Young kemur frá TNS í Wales þar sem hann lék í eitt ár.
Young skoraði 29 mörk í 35 leikjum og var markakóngur úrvalsdeildarinnar í Wales í fyrra og var besti ungi leikmaðurinn.
Young var í sex ár hjá Aston Villa en TNS er komið í Sambandsdeildina og er fyrsta liðið frá Wales sem kemst í riðlakeppni.