

Gengi Manchester United á leikmannamarkaðnum síðustu ár hefur ekki verið gott, ljóst er að staðan hjá félaginu hefur verið slæm og virðist lítið batna.
Þannig taka enskir miðlar saman fimm dýrustu kaup í sögu félagsins, segja má að öll hafi misheppnast.
Paul Pogba er sá dýasti í sögu félagisns en franski miðjumaðurinn fann sig aldrei á Old Trafford.
Antony og Harry Maguire eru enn hjá United en hvorugur hefur náð að standa undir verðmiða sínum.
Jadon Sancho var seldur frá United á föstudag en hann fann aldrei taktinn á Old Trafford. Romelu Lukaku átti góða spretti til að byrja með en var fljótur að missa flugið.