

Mikel Arteta stjóri Arsenal vonast til þess að næstu tíu dagar fari vel og að Raheem Sterling verði mættur á fullu ferð gegn Tottenham eftir tæpar tvær vikur.
Arsenal fékk Sterling á láni frá Chelsea á lokadegi félagaskiptagluggans og borgar helming launa hans.
Sterling var kastað út frá Chelsea en félagið vildi ekki nota hann þrátt fyrir tíu mörk á síðustu leiktíð.
„Við verðum að sjá hvernig hann er og hvernig honum líður,“ segir Arteta um nýjasta leikmann sinn.
„Við verðum að finna launs til að koma honum á flug sem fyrst. Líka að hann viti hvað við viljum gera og hvernig hann á að koma inn.“
„Við notum tímann til að koma honum í gang svo hann geti verið með sem fyrst.“