
Það voru vendingar í Bestu deild kvenna í kvöld þegar fyrsta umferð eftir tvískiptingu hófst.
Breiðablik tók á móti Víkingi og vann öruggan 4-0 sigur. Samantha Rose Smith skoraði tvö marka heimaliðsins og Andrea Rut Bjarnadóttir og Agla María Albertsdóttir gerðu eitt mark hvor.
Blikar fóru með þessum sigri á toppinn þar sem Valur gerði jafntefli við Þrótt á heimavelli á sama tíma. Fanndís Friðriksdóttir kom Valskonum yfir í fyrri hálfleik en Álfhildur Rósa Kjartansdóttir jafnaði leikinn í þeim seinni.
Breiðablik er þar með á toppnum með 51 stig þegar fjórar umferðir eru eftir, stigi meira en Valur.
Víkingur er í fjórða sæti með 29 stig en Þróttur í því sjötta með 24.