Hákon Rafn Valdimarsson spilaði sinn fyrsta keppnisleik fyrir Brentford í kvöld þegar hann fékk tækifærið gegn D-deildarliði Colchester í enska deildabikarnum.
Brentford vann leikinn 0-1 með marki Keane Lewis-Potter seint í fyrri hálfleik.
Seint í leiknum fengu heimamenn í Colchester svo tækifæri til að jafna af vítapunktinum en Hákon gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna.
Brentford er því komið í 3. umferð.