

Miguel Almiron mun ekki spila með Chalortte FC í MLS deildinni í vetur eins og greint var frá fyrr í vikunni.
Almiron var á óskalista Charlotte og lagði félagið fram tilboð sem Newcastle á Englandi var opið fyrir að ræða.
Almiron hefur verið á mála hjá Newcastle á Englandi frá 2019 og skorað 30 mörk í 209 leikjum fyrir félagið.
Paragvæinn þekkir vel til Bandaríkjanna en hann lék með Atlanta United á sínum tíma og vann MLS bikarinn árið 2018.
Almiron er þrítugur en hann var einn besti leikmaður Newcastle tímabilið 2022-2023 og skoraði þá 11 mörk í 41 leik.
Félagaskiptaglugginn í Bandaríkjunum lokaði hins vegar í gær og er framtíð hans nú óljós.