Kona að nafni Lauryn Goodman virðist vera að reyna að ná til varnarmannsins Kyle Walker sem spilar með Manchester City og enska landsliðinu.
Walker og Goodman eiga tvö börn saman en hann hefur allavega tvívegis haldið framhjá eiginkonu sinni, Annie Kilner, með Lauryn.
Lauryn hefur nú birt samtal á milli sín og Walker sem áttu sér stað á Snapchat þar sem rætt er um þeirra börn.
Lauryn vill forræði yfir börnunum tveimur sem eru í dag búsett hjá Walker og Annie en hefur ekki fengið ósk sína uppfyllta.
,,Ég ætla að lifa mínu lífi án barnanna okkar, gerandi það sem ég vil. Njóttu lífsins,“ skrifaði Annie til Walker.
Walker svaraði á móti og virtist hafa áhyggjur af því að Lauryn væri aðeins á eftir peningum.
,,Ef það er ekki þetta þá er það hitt og ef ekki þá snýst þetta um peninga,“ skrifaði Walker.
Lauryn svaraði í kjölfarið: ,,Bless. Til fjandans með þína peninga og til fjandans með þig.“
Walker svaraði svo: ,,Þetta er klikkað Lauryn. Þú ert ekki þessi stelpa.“
Lauryn hefur einnig hótað því að birta enn frekari skilaboð ef hún fær ekki það sem hún vill eins og má sjá hér fyrir neðan.