Newcastle hefur lagt fram þriðja tilboð sitt í Marc Guehi varnarmann Crystal Palace. Tilboðið var lagt fram um helgina.
Palace hafnaði síðast 50 milljóna punda tilboði í Guehi.
Félagið fer fram á 65 milljónir punda og eru viðræður félaganna um þetta þriðja tilboð í gangi.
Guehi var í byrjunarliði enska landsliðsins á Evrópumótinu í sumar og átti þar góðu gengi að fagna.
Palace er að fara yfir þriðja tilboðið og eru útfærsluatriði til umræðu á milli félaganna en búist er við að Guehi endi hjá Newcastle.